KRISTINN REKINN: NETIÐ ER DRAUGAGANGUR NÚTÍMANS

  Kristinn og mannauðsstjóri HR, Sigríður Elín Guðlaugsdóttir.

  “Netið er draugagangur nútímans. Maður veit aldrei hvað dúkkar upp,” segir Kristinn Sigurjónsson verkfræðingur og kennari við Háskólann í Reykjavík um 19 ára skeið sem hefur verið látinn taka pokkann sinn vegna ummæla sem hann viðhafði um samskipti kynjanna í lokaðri grúppu karlmanna á Facebook. Efnislega lýsti hann þar þeirri skoðun sinni að betra væri að hafa vinnustaði í anda Hjallastefnunnar; karlmenn sér og kvenmenn sér.

  DV birti frétt af ummælum Kristinn á miðvikudaginn í síðustu viku og daginn eftir var Kristinn kallaður fyrir mannauðsstjóra HR, Sigríði Elínu Guðlaugsdóttur, sem skellti tveimur pappírum á borðið; annað var uppsagnarbréf frá skólanum hitt uppsagnarbréf Kristins sjálfs sem hann þurfti bara að undirrita.

  “Ég gerði hvorugt og er að hugsa minn gang. Ef ég segi upp sjálfur fæ ég einn aukamánuð greiddan ofan á þriggja mánaða laun þannig að það skiptir ekki öllu. Ég er 64 ára og geng ekki svo auðveldlega í annað starf. Ætli ég verði ekki að fara á atvinnuleysisbætur,” segir Kristinn sem að vonum er ekki sáttur við þessi málalok.

  “Þetta fór allt mjög fyrir brjóstið á konunum í HR og þá ekki síst mannauðsstjóranum. En ekki finnst mér það sæma háskóla að virða ekki skoðana – og tjáningafrelsi starfsmanna á lokuðum spjallþræði á Netinu.”

  Auglýsing