Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

KRISTÍN MESSAR YFIR PÓLITÍKUSUM

Kristín Snæfells Arnþórsdóttir, sem er í forstöðu fyrir samtökin “Vörn fyrir börn”, lét þingmenn í Allsherjar- og menntanefnd heyra það þegar þau kynntu úrræði vegna meðhöndlunnar á kynferðisbrotamálum.

Málaflokkurinn hefur verið mjög í sviðsljósinu síðustu misserin og hafa gamalreyndir stjórnmálamenn sumir átt í erfiðleikum með að fylgja straumi tímans í þessum efnum (sjá mynd).

En Kristín setti þingmennina inn í málin með sveiflu sem minnti á gamla tíð þegar hún var drottning skemmtanalífsins í Reykjavík og reis þá undir nafni sem Stína stuð.

mynd/pressphotos.biz

Fara til baka


Comments

 1. Ég þakkaði þeim fyrir og lýsti ánægju minni yfir þessum tillgöum sem var ákveðið á fundi 26.mars s.l. með blaðamannafundinum í dag.

  Sama dag eða 26. mars opnuðum við "Þjónustumiðstö Samstöðuhópsins VÖRN FYRIR BÖRN".

  Afhenti ég þeim bæklingin okkar með þeim breytingum sem við ætlum okkur að vinna að.

  Þar um ræðir 10 atriði eða greinar sem Alsherjarnefndin (Undirnefndin) lagði til. lýsti ég ánægju minni yfir 7. tillöguna.en þar stendur:
  Stuttt verði við frjáls félagasamtök sem hlúa að þolendum kynferðisbrota.

  Tók ég einnig fram að hvergi í þessum fínu tillögum kæmi fram hvernig þyrfti að breyta lögum fyrir Ríkissaksóknara þannig að 98% mála frá Lögreglustjóra ríkisins haldi ekki áfram að vera felld niður – og minnti ég þau á þær þúsundir kærumála sem hafa komið inn á borð Ríkissaksóknara frá lögreglustjóra ríkisins frá árinu 1958 – en á sama tíma eða 55 árum hafa 178 menn verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum.

  Því miður fær engin þessar tölur til að ganga upp! Hvað þá að þessar tölur séu ræddar eða komi fréttir um þær! Eða hvað finnst ykkur? ;) ;) ;) <3.

  Tek það fram hér að síðasti fundur Alsherjarnefndar (Undirnefndarinnar) hélt sinn síðasta fund þann 29. janúar s.l. Þá segir ég og spyr um leið: Afhverju koma þessar tillögur fram núna 3 vikum fyrir kosningar?

  Að vísu settu allir fjórir flokkarnir þessar tilllögur fram – en hve rþeirra kemur til með að státa sig mest af þessum fínu tillögum í komandi kosningaslag.

  Eru þeir kannski allir 4 flokkarnir að passa að við kjósum þessa flokka – því þetta er svo ofboðselga flott unnið hjá Alsherjarnefndinni (Undirnefndinni)?

  1. Elskurnar mínar vinir og vandamenn deilið þessu alveg villt og galið – því enginn fréttamaður eða sjónvarpið ÞORIR AÐ RUGGA BÁTNUM – rétt fyrir kosningar!!! ;)

  2. GUNGUR – OG ÞÖGGUN – ÞÖGGUN – ÞÖGGUN -ÞÖGGUN – Það eina sem fréttamennskan fjallar um – ! Halda áfram að þakka allt óþægilegt niður !!! Deilið – deilið !!!! Eins og þið ættuð lífið að leysa -

 2. Eiríkur Jónsson! Takk fyrir – því enginn þorir að rugga bátnum – Svona rétt fyrir kosningar!

 3. Í ljósi dagsins: Upp úr hvaða bók var messað?

YOKO Í SPÚTNIK Á LAUGAVEGI

Lesa frétt ›ÓKLÁRAÐ HÓTEL Á HVERFISGÖTU Á TOPP TÍU LISTA

Lesa frétt ›VIGDÍS Í KOSNINGABARÁTTU HILLARY

Lesa frétt ›HRIST UPP Í RÍKISSTJÓRNINNI

Lesa frétt ›FACEBOOK ER SÉÐ OG HEYRT

Lesa frétt ›FORSETI BORGAR Í STÖÐUMÆLI

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Tómas Tómasson, bassaleikari Stuðmanna, sendi úr neyðarkall í sumarblíðunni: Hjálp! Á mig sækja bæði Vespíur og Gaytungar.
Ummæli ›

...að Ragnar Hólm opni sýningu á nýjum vatnslitamyndum í menningarhúsinu Bergi á Dalvík laugardaginn 30. júlí kl. 15.00. Þetta er 12. einkasýning Ragnars sem er fæddur og uppalinn á Akureyri og starfar að kynningar- og markaðsmálum fyrir sveitarfélagið. Hann er að mestu sjálfmenntaður í myndlist en hefur notið tilsagnar Guðmundar Ármanns Sigurjónssonar um árabil og einnig sótt námskeið hjá sænska vatnslitamálaranum Björn Bernström. Nú í vor var hann í 10 daga í fjallaþorpinu Frigiliana á Spáni í einkakennslu hjá Þjóðverjanum Klaus Hinkel sem þar býr og starfar. Ragnar er einn af fjórum Íslendingum sem boðið var að taka þátt í samsýningu 250 evrópskra vatnslitamálara í Avignon í Suður-Frakklandi í nóvember. Hann málar fyrst og fremst landslagsmyndir og kallar sýninguna í Bergi 'Litbrigði landsins'.
Ummæli ›

...að Viðskiptablaðið sé með frétt dagsins - eða þannig.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

 1. PÚTIN KOMINN: Fréttaskeyti var að berast: Putin er fyrir austan að veiða. Staðfest. Rímar þetta við frétt s...
 2. ÓKLÁRAÐ HÓTEL Á HVERFISGÖTU Á TOPP TÍU LISTA: Canopy Hilton hótelið sem er í byggingu á Hverfisgötu, gegnt danska sendiráðinu og rétt ofan við...
 3. FORSETI BORGAR Í STÖÐUMÆLI: Snorri Helgason tónlistarmaður náði þessari sögulegu mynd af Guðna Th. Jóhannessyni, nýkjörnum forse...
 4. HRIST UPP Í RÍKISSTJÓRNINNI: Úr pólitísku deildinni: --- Flest bendir til að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hverfi...
 5. EYGLÓ Í FORMANNINN: Samkvæmt traustum heimildum ætlar Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra að bjóða sig fram til fo...

SAGT ER...

...að þetta sé athyglisvert -smellið!
Ummæli ›

...að myndlistarmaðurinn Sigurður Örlygsson opni sýninguna “Málaðar klippimyndir” í Listhúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5, föstudaginn 29. júlí kl. 17:00 - 19:00. Sýningin er í tilefni af sjötugsafmæli Sigurðar. Í veglegri sýningarskrá segir Sigurður meðal annars: “Ég geri mikið af skyssum og er lengi að mála verkin. Undirstöðuþættir málverksins, það er að segja form, bygging og litur, hefur ávallt höfðað sterkt til mín. Ég legg mikla áherslu á að finna réttan hreinan litatón í þau form sem rata inn á myndflötinn. Hvort sem um er að ræða abstrakt eða fígúratíft málverk hefur geómetrían ávallt verið til staðar hjá mér. Þegar þú opnar augun sérðu bara liti og form. Síðan kemur hreyfing og sagan og lesturinn með augunum, tíminn er afstæður á tvívíðum fleti, en áhorfandinn velur sér leið til að lesa flötinn. Málverkin mín hafa ekki pólitískan eða heimspekilegan boðskap, heldur leitast ég eftir því að höfða til augans, líkt og tónlist höfðar til eyrans."
Ummæli ›

...að Eiðurinn, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verði heimsfrumsýnd á hinni virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Toronto. Myndin verður sýnd í Special Presentations hluta hátíðarinnar. Toronto hátíðin fer fram frá 8. – 18. september. Eiðurinn segir af hjartaskurðlækninum Finni sem þykir skara fram úr í starfi sínu. Þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar.
Ummæli ›

...að ef marka má þessa kynningu hjá dv.is þá er líf eftir dauðann.
Ummæli ›

Meira...