Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

KRISTÍN MESSAR YFIR PÓLITÍKUSUM

Kristín Snæfells Arnþórsdóttir, sem er í forstöðu fyrir samtökin “Vörn fyrir börn”, lét þingmenn í Allsherjar- og menntanefnd heyra það þegar þau kynntu úrræði vegna meðhöndlunnar á kynferðisbrotamálum.

Málaflokkurinn hefur verið mjög í sviðsljósinu síðustu misserin og hafa gamalreyndir stjórnmálamenn sumir átt í erfiðleikum með að fylgja straumi tímans í þessum efnum (sjá mynd).

En Kristín setti þingmennina inn í málin með sveiflu sem minnti á gamla tíð þegar hún var drottning skemmtanalífsins í Reykjavík og reis þá undir nafni sem Stína stuð.

mynd/pressphotos.biz

Fara til baka


Comments

 1. Ég þakkaði þeim fyrir og lýsti ánægju minni yfir þessum tillgöum sem var ákveðið á fundi 26.mars s.l. með blaðamannafundinum í dag.

  Sama dag eða 26. mars opnuðum við "Þjónustumiðstö Samstöðuhópsins VÖRN FYRIR BÖRN".

  Afhenti ég þeim bæklingin okkar með þeim breytingum sem við ætlum okkur að vinna að.

  Þar um ræðir 10 atriði eða greinar sem Alsherjarnefndin (Undirnefndin) lagði til. lýsti ég ánægju minni yfir 7. tillöguna.en þar stendur:
  Stuttt verði við frjáls félagasamtök sem hlúa að þolendum kynferðisbrota.

  Tók ég einnig fram að hvergi í þessum fínu tillögum kæmi fram hvernig þyrfti að breyta lögum fyrir Ríkissaksóknara þannig að 98% mála frá Lögreglustjóra ríkisins haldi ekki áfram að vera felld niður – og minnti ég þau á þær þúsundir kærumála sem hafa komið inn á borð Ríkissaksóknara frá lögreglustjóra ríkisins frá árinu 1958 – en á sama tíma eða 55 árum hafa 178 menn verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum.

  Því miður fær engin þessar tölur til að ganga upp! Hvað þá að þessar tölur séu ræddar eða komi fréttir um þær! Eða hvað finnst ykkur? ;) ;) ;) <3.

  Tek það fram hér að síðasti fundur Alsherjarnefndar (Undirnefndarinnar) hélt sinn síðasta fund þann 29. janúar s.l. Þá segir ég og spyr um leið: Afhverju koma þessar tillögur fram núna 3 vikum fyrir kosningar?

  Að vísu settu allir fjórir flokkarnir þessar tilllögur fram – en hve rþeirra kemur til með að státa sig mest af þessum fínu tillögum í komandi kosningaslag.

  Eru þeir kannski allir 4 flokkarnir að passa að við kjósum þessa flokka – því þetta er svo ofboðselga flott unnið hjá Alsherjarnefndinni (Undirnefndinni)?

  1. Elskurnar mínar vinir og vandamenn deilið þessu alveg villt og galið – því enginn fréttamaður eða sjónvarpið ÞORIR AÐ RUGGA BÁTNUM – rétt fyrir kosningar!!! ;)

  2. GUNGUR – OG ÞÖGGUN – ÞÖGGUN – ÞÖGGUN -ÞÖGGUN – Það eina sem fréttamennskan fjallar um – ! Halda áfram að þakka allt óþægilegt niður !!! Deilið – deilið !!!! Eins og þið ættuð lífið að leysa -

 2. Eiríkur Jónsson! Takk fyrir – því enginn þorir að rugga bátnum – Svona rétt fyrir kosningar!

 3. Í ljósi dagsins: Upp úr hvaða bók var messað?

ALLIR Í RÆSINU – KREPPAN BÚIN

Lesa frétt ›ALLIR ÚT Á NÁTTFÖTUNUM

Lesa frétt ›Margfaldur Íslandsmeistri í blómaskreytingum fer á kostum í skrúðgarði

Lesa frétt ›25 CADILLACAR Á TEXASBORGURUM

Lesa frétt ›MEÐ STÓRA KÓK Í GLERI Á FJÖLLUM

Lesa frétt ›BOGFIMI OG BANANAR FYRIR BÖRNIN

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Jóna Þorvaldsdóttir opni ljósmyndasýningu í galleríinu hjá Ófeigi gullsmiði á Skólavörðustíg á laugardaginn klukkan þrjú sem hún nefnir Augnablik í tíma. Jóna ljósmyndari er þekkt fyrir að nota sígildar ljósmyndunaraðferðir (alternative photography) við gerð verka sinna en þær voru vinsælar á upphafstímum ljósmyndunar. Auk hinnar hefðbundnu silfur-gelatin prentunar notar Jóna platinum-palladíum aðferðina og bromoil blektækni og nýtur þar töluverðrar sérstöðu hér á landi. Á sýningunni Augnablik í tíma, sýnir Jóna platínum-palladíum og silfur gelatin ljósmyndir frá Íslandi, m.a frá Ströndum og Gálgahrauninu. Margar ljósmyndanna tók Jóna á gamla blaðfilmuvél og notar filmur sem eru í 8x10” formati þ.e. 20x25cm að stærð. Filmurnar framkallar hún í bökkum og kontaktprentar svo ljósmyndirnar á gæða bómullarpappír undir útfjólubláu ljósi eða sólarljósi. Silvur gelatin ljósmyndirnar tók Jóna á innrauðar filmur og handstækkar ljósmyndirnar á 300g Ilford fiber pappír þannig að hver og ein mynd er einstök.
Ummæli ›

...að nær hefði verið að gera Þór Saari, fyrrverandi alþingismann, að sendiherra frekar en Geir Haarde og Árna Þór Sigurðsson sem hefur þó vinnu á Alþingi því Þór hefur ekki fengið neina vinnu frá síðustu kosningum.
Ummæli ›

...að heldur þyki dýrt í Gömlu laugina á Flúðum sem nýtur mikilla vinsælda meðal ferðamanna og heitir þá The Secret Lagoon - 2.500 krónur fyrir fullorðna en þó ókeypis fyrir börn.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

 1. SALA Á SÉÐ OG HEYRT ÞREFALDAST: Sala á tímaritinu Séð og Heyrt hefur þrefaldast á skömmum tíma og þykir undravert. Nýr ritstjóri ...
 2. Best varðveitta leyndarmálið í Biskupstungum er staður hinna frægu og ríku í Úthlíð: Myndir af lúxusstað Jóa í Múlakaffi í Úthlíð í Biskupstungum hafa ekki áður birst en þær gera þa...
 3. Dorrit Moussaieff umdeildri veislu hjá Tony Blair á föstudagskvöldið: Beskir fjölmiðlar loga í dag vegna frétta af afmælisveislu sem Tony Blair, fyrrum forsætisráðher...
 4. HÉRNA BÝR SKATTAKÓNGURINN 2014: Hrefnugata 5 í Norðurmýrinni lætur ekki mikið yfir sér en hérna býr skattakóngur ársins, Jón A Á...
 5. MEÐ STÓRA KÓK Í GLERI Á FJÖLLUM: Enn og aftur gleður Ljósmyndasafn Reykjavíkur okkur með mynd dagsins sem er tekin af Garðari Ste...

SAGT ER...

...að Jónas Kristjánsson, einn gleggsti fjölmiðlamaður þjóðarinnar í hálfa öld, sé sammála breyttum áherslum á Séð og Heyrt sem stílar ekki lengur upp á krúttkynslóðina: Eiríkur Jónsson telur, að lestur á Séð & heyrt hafi aukizt mjög við að miða efnið við eldra fólk. Ég samfagna Eiríki og tel, að stefnan sé rétt. Engin skynsemi er í að gera að markhópi þær ungu kynslóðir, sem ekki vilja kaupa fréttir. 
Ummæli ›

...að Hugleikur Dagsson sendi frá sér tvær nýjar bækur í dag: Popular Hits III og You are Nothing. Popular Hits III er þriðja og jafnframt síðasta bókin í seríunni þar sem snúið er miskunnarlaust út úr titlum valinkunnra dægurlagaperlna. You are Nothing er þriðja safnritið með bestu teikningum Hugleiks en fyrri tvær bækurnar eru I Like Dolphins og hin margrómaða My pussy is Hungry. Efnistök í þessum nýjustu bókum Hugleiks eru kunnugleg aðdáendum hans; þar er meðal annars tæpt á áfengissýki, firringu, undarlegum kynhvötum og almennu ofbeldi – allt með hæfilegum skammti af notalegri kaldhæðni.
Ummæli ›

...að Jói Fel sé að dusta rykið af gamlli hugmynd um að opna bakarí í Mosfellsbæ og eru aðrir bakarar í bænum svo skelkaðir að þeir vita vart í hvorn ofninn þeir eiga að setja deigið.
Ummæli ›

...að Nick Griffin, formaður breska Þjóðernisflokksins, sé ekkert ósvipaður Sigmundi Davíð í útliti - einhver svipur.
Ummæli ›

Meira...