Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

KRISTÍN MESSAR YFIR PÓLITÍKUSUM

Kristín Snæfells Arnþórsdóttir, sem er í forstöðu fyrir samtökin “Vörn fyrir börn”, lét þingmenn í Allsherjar- og menntanefnd heyra það þegar þau kynntu úrræði vegna meðhöndlunnar á kynferðisbrotamálum.

Málaflokkurinn hefur verið mjög í sviðsljósinu síðustu misserin og hafa gamalreyndir stjórnmálamenn sumir átt í erfiðleikum með að fylgja straumi tímans í þessum efnum (sjá mynd).

En Kristín setti þingmennina inn í málin með sveiflu sem minnti á gamla tíð þegar hún var drottning skemmtanalífsins í Reykjavík og reis þá undir nafni sem Stína stuð.

mynd/pressphotos.biz

Fara til baka


Comments

 1. Ég þakkaði þeim fyrir og lýsti ánægju minni yfir þessum tillgöum sem var ákveðið á fundi 26.mars s.l. með blaðamannafundinum í dag.

  Sama dag eða 26. mars opnuðum við "Þjónustumiðstö Samstöðuhópsins VÖRN FYRIR BÖRN".

  Afhenti ég þeim bæklingin okkar með þeim breytingum sem við ætlum okkur að vinna að.

  Þar um ræðir 10 atriði eða greinar sem Alsherjarnefndin (Undirnefndin) lagði til. lýsti ég ánægju minni yfir 7. tillöguna.en þar stendur:
  Stuttt verði við frjáls félagasamtök sem hlúa að þolendum kynferðisbrota.

  Tók ég einnig fram að hvergi í þessum fínu tillögum kæmi fram hvernig þyrfti að breyta lögum fyrir Ríkissaksóknara þannig að 98% mála frá Lögreglustjóra ríkisins haldi ekki áfram að vera felld niður – og minnti ég þau á þær þúsundir kærumála sem hafa komið inn á borð Ríkissaksóknara frá lögreglustjóra ríkisins frá árinu 1958 – en á sama tíma eða 55 árum hafa 178 menn verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum.

  Því miður fær engin þessar tölur til að ganga upp! Hvað þá að þessar tölur séu ræddar eða komi fréttir um þær! Eða hvað finnst ykkur? ;) ;) ;) <3.

  Tek það fram hér að síðasti fundur Alsherjarnefndar (Undirnefndarinnar) hélt sinn síðasta fund þann 29. janúar s.l. Þá segir ég og spyr um leið: Afhverju koma þessar tillögur fram núna 3 vikum fyrir kosningar?

  Að vísu settu allir fjórir flokkarnir þessar tilllögur fram – en hve rþeirra kemur til með að státa sig mest af þessum fínu tillögum í komandi kosningaslag.

  Eru þeir kannski allir 4 flokkarnir að passa að við kjósum þessa flokka – því þetta er svo ofboðselga flott unnið hjá Alsherjarnefndinni (Undirnefndinni)?

  1. Elskurnar mínar vinir og vandamenn deilið þessu alveg villt og galið – því enginn fréttamaður eða sjónvarpið ÞORIR AÐ RUGGA BÁTNUM – rétt fyrir kosningar!!! ;)

  2. GUNGUR – OG ÞÖGGUN – ÞÖGGUN – ÞÖGGUN -ÞÖGGUN – Það eina sem fréttamennskan fjallar um – ! Halda áfram að þakka allt óþægilegt niður !!! Deilið – deilið !!!! Eins og þið ættuð lífið að leysa -

 2. Eiríkur Jónsson! Takk fyrir – því enginn þorir að rugga bátnum – Svona rétt fyrir kosningar!

 3. Í ljósi dagsins: Upp úr hvaða bók var messað?

15 Í KAUPMANNAHAFNARFERÐ ALÞINGIS

Fjöldi alþingismanna, starfsmanna Alþingi, makar og fleiri er flogin til Kaupmannahafnar til að vera við athöfn sem fram fer í Jónshúsi á sumardaginn fyrsta...

Lesa frétt ›ALI HAMANN ER LÁTINN

Ali Hamann hét í raun Svend Erik og sló í gegn í Danmörku og víðar á áttunda áratugnum þegar hann fékk fólk til að hætta að reykja með dáleiðslu í beinum sjónvarpsútsendingum – sem þá þótti nýjung – og sjálfur sagði hann...

Lesa frétt ›BJÖRK FREKAR EN ÁSDÍS

Listamaðurinn Guido van Helten er byrjaður á verki á framhlið Forréttabarsins við Mýrargötu. Guido er einn færasti veggjagrafíker í heimi, hefur skreytt veggi allt frá Sidney til Skagastrandar og verður fróðlegt að sjá framhlið Forréttabarsins sem hefur stimplað sig inn sem glæsilegasta hverfiskráin í Vesturbænum eftir að Róbert Ólafsson veitingamaður tók við...

Lesa frétt ›BÖRNIN Í BORGINNI AF 97 ÞJÓÐERNUM OG TALA 70 TUNGUMÁL

Í nógu er að snúast hjá Ragnari Þorsteinssyni sem stýrir skóla – og frístundasviði Reykjavíkurborgar því börnin í borginni eru af minnst 97 þjóðernum og tala yfir 70 tungumál...

Lesa frétt ›DMUCHANY ZAMEK Á KLAMBRATÚNI

Aðstandendur nemenda í Austurbæjarskóla hafa fengið sent boðskort á fjölskylduhátíð á Klambratúni á Sumardaginn fyrsta – á þremur tungumálum – íslensku, ensku og pólsku...

Lesa frétt ›BUBBI KVARTAR YFIR FLUGELDAMANNI

“Það er ekkert rómantíkst við það að sprengja kyrrðina burt og hrekja hesta á flótta vegna þess að einhver asninn hefur fengið sér í glas,” segir Bubbi Morthens um nágranna sinn við Meðalfellsvatn sem á það til að skjóta upp flugeldum þegar aðrir eru farnir að sofa...

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að veðurblíðan í Reykjavík á síðasta vetrardag hafi verið þvílík og borgarbúar hafi rifjað upp gamlt ljóð Sverris Stormskers: Faðir vor. Það er vor.
Ummæli ›

...að vonarstjarna Guðna Ágústssonar í væntanlegum borgarstjórnarslag sé Helga Björk Eiríksdóttir, eiginkona Guðjóns Ólafs Jónssonar lögfræðings sem áður var þungavigtarmaður í Framsóknarflokknum. Helga Björk hefur verið fjárfesta - og almannatengill hjá Marel, setið í bankastjórn Landsbankans eftir hrun, verið formaður stjórnar Sparisjóðs Svarfdæla og unnið bæði fyrir Kauphöllina og slitastjórn Kaupþings - nútímakona.
Ummæli ›

...að mikið sé rætt um berorðar og jafnvel dónalegar ræður gamalla stjórnmálaforingja á herrakvöldum alls konar. Davíð Oddsson var ræðumaður í sextugsafmæli útgefanda síns á Morgunblaðinu, Óskars Magnússonar, sem haldið var í Fljótshlíð fyrir nokkrum dögum. Mátti heyra saumnál detta í samkvæminu á meðan Davíð talaði en honum varð tíðrætt um "spikið" á landsfrægum sjónvarpsmanni. Veislustjórar voru Guðný Halldórsdóttir Laxness og Sigurður Valgeirsson æskuvinur afmælisbarnsins.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

 1. BLÓÐTAKAN Í BORGARLEIKHÚSINU: Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri tók tvo af lykilstarfsmönnum Borgarleikhússins með sér yfir ...
 2. LEYNDARMÁLIÐ EASYJET: Fréttaritari okkar í flugþjónustunni kannaði málið: --- Íslendingar virðast fæstir hafa át...
 3. ÍSLENSK DÓTTIR JAY LENO?: Íslensk stúlka hefur sent bandarísku sjónvarpsstjörnunni Jay Leno bréf þar sem hana grunar að hann s...
 4. KOSNINGASTJÓRI GREIP BRÚÐARVÖND: "Hann flaug beint í fangið á mér," segir María Lilja Þrastardóttir, kosningastjóri Samfylkingari...
 5. PRÓFESSOR VILL JAFNA HLJÓÐSTYRK: Stefán Ólafsson prófessor er ekki sáttur við ójafnan hljóðstyrk í útsendingum Ríkissjónvarpsins ...

SAGT ER...

...að Bónusvideó sé horfið af yfirborði jarðar en veggspjöldin halda minningunni á lofti víða um bæinn.
Ummæli ›

...að samkvæmt upplýsingum frá mætri konu í Framsóknarflokknum hafi hugmynd um kvennaframboð flokksins í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík verið langt komin þegar stjórn kjördæmissambands flokksins ákvað á fundi í hádeginu að bjóða Guðna Ágústssyni að leiða framboðið. Hugmynd kvennanna, bæði úr flokknum sjálfum og utan hans, var að bjóða fram lista með konum í efstu sex sætunum - en Guðni og hans menn höfðu betur - en kjördæmisþing Framsóknarflokksins á reyndar eftir að samþykkja það.
Ummæli ›

...að Sigurbjörg Þrastardóttir hafi átt páskahugleiðingu dagsins á Rás 1 á Páskadag á meðan páskalambið var í ofninum - sérstaklega vel hugsaðar, fróðlegar og skemmtilegar hugleiðingar - betri en biskupinn á sömu rás fyrr um daginn.
Ummæli ›

...að Sigurður Ingólfsson hljóðmeistari sendi ábendinguvegna fréttar um Stefán Ólafsson prófessor sem vill láta jafna hljóðstyrk á útsendingum Ríkissjónvarpsins - smellið hér - og hljóðmeistarinn segir: Í framhaldi af umfjöllun þinni um kvartanir prófessors Stefáns Ólafssonar, væri þá ekki rétt að benda Póst og fjarskiptastofnun (íslensku FCC) um að stofnunin þrýsti á hið háa Alþingi að sett verði svipuð lög hér á landi og sett voru í Bandaríkjunum í desember 2012. Þar voru menn búnir að fá nóg af auglýsingahávaðanum þegar horft var á hugljúfar heimilismyndir í sjónvarpi, en óforvarindis ætlaði allt um koll að keyra þegar auglýst var hveiti eða kattasandur.
Ummæli ›

Meira...