Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

KRISTÍN MESSAR YFIR PÓLITÍKUSUM

Kristín Snæfells Arnþórsdóttir, sem er í forstöðu fyrir samtökin “Vörn fyrir börn”, lét þingmenn í Allsherjar- og menntanefnd heyra það þegar þau kynntu úrræði vegna meðhöndlunnar á kynferðisbrotamálum.

Málaflokkurinn hefur verið mjög í sviðsljósinu síðustu misserin og hafa gamalreyndir stjórnmálamenn sumir átt í erfiðleikum með að fylgja straumi tímans í þessum efnum (sjá mynd).

En Kristín setti þingmennina inn í málin með sveiflu sem minnti á gamla tíð þegar hún var drottning skemmtanalífsins í Reykjavík og reis þá undir nafni sem Stína stuð.

mynd/pressphotos.biz

Fara til baka


Comments

 1. Ég þakkaði þeim fyrir og lýsti ánægju minni yfir þessum tillgöum sem var ákveðið á fundi 26.mars s.l. með blaðamannafundinum í dag.

  Sama dag eða 26. mars opnuðum við "Þjónustumiðstö Samstöðuhópsins VÖRN FYRIR BÖRN".

  Afhenti ég þeim bæklingin okkar með þeim breytingum sem við ætlum okkur að vinna að.

  Þar um ræðir 10 atriði eða greinar sem Alsherjarnefndin (Undirnefndin) lagði til. lýsti ég ánægju minni yfir 7. tillöguna.en þar stendur:
  Stuttt verði við frjáls félagasamtök sem hlúa að þolendum kynferðisbrota.

  Tók ég einnig fram að hvergi í þessum fínu tillögum kæmi fram hvernig þyrfti að breyta lögum fyrir Ríkissaksóknara þannig að 98% mála frá Lögreglustjóra ríkisins haldi ekki áfram að vera felld niður – og minnti ég þau á þær þúsundir kærumála sem hafa komið inn á borð Ríkissaksóknara frá lögreglustjóra ríkisins frá árinu 1958 – en á sama tíma eða 55 árum hafa 178 menn verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum.

  Því miður fær engin þessar tölur til að ganga upp! Hvað þá að þessar tölur séu ræddar eða komi fréttir um þær! Eða hvað finnst ykkur? ;) ;) ;) <3.

  Tek það fram hér að síðasti fundur Alsherjarnefndar (Undirnefndarinnar) hélt sinn síðasta fund þann 29. janúar s.l. Þá segir ég og spyr um leið: Afhverju koma þessar tillögur fram núna 3 vikum fyrir kosningar?

  Að vísu settu allir fjórir flokkarnir þessar tilllögur fram – en hve rþeirra kemur til með að státa sig mest af þessum fínu tillögum í komandi kosningaslag.

  Eru þeir kannski allir 4 flokkarnir að passa að við kjósum þessa flokka – því þetta er svo ofboðselga flott unnið hjá Alsherjarnefndinni (Undirnefndinni)?

  1. Elskurnar mínar vinir og vandamenn deilið þessu alveg villt og galið – því enginn fréttamaður eða sjónvarpið ÞORIR AÐ RUGGA BÁTNUM – rétt fyrir kosningar!!! ;)

  2. GUNGUR – OG ÞÖGGUN – ÞÖGGUN – ÞÖGGUN -ÞÖGGUN – Það eina sem fréttamennskan fjallar um – ! Halda áfram að þakka allt óþægilegt niður !!! Deilið – deilið !!!! Eins og þið ættuð lífið að leysa -

 2. Eiríkur Jónsson! Takk fyrir – því enginn þorir að rugga bátnum – Svona rétt fyrir kosningar!

 3. Í ljósi dagsins: Upp úr hvaða bók var messað?

DÓTTIR FJÁRMÁLASTJÓRA RÚV

Lesa frétt ›DROTTNINGIN Á MOKKALesa frétt ›GLÆPAFÉLAG Í LÍKHÚSI

Lesa frétt ›HÚSALEIGUSAMNINGUR ALDARINNAR Í BREKKUGERÐI

Lesa frétt ›


NAKINN SELUR BORÐSTOFUSETT

Lesa frétt ›


GÚSTAF FJARRI GÓÐU GAMNILesa frétt ›


SAGT ER...

...að á ýmsu hafi gengið við undirbúning á sýningu Eddu Björgvins. Þrívegis hefur þurft að fresta frumsýningu vegna þess hve endurbætur á Gamla bíó hafa dregist, leikkonan sjálf tognaði illa í baki við strangar súldansæfingar og skipta þurfti um leikara á æfingatímabilinu. Eddan verður frumsýnd sunnudaginn 1. febrúar g vonandi er fall fararheill.
Ummæli ›

...að einn fyrsti matgæðingur þjóðarinnar, Jónas Kristjánsson, hafi farið á Apótekið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis en það er nýr veitingastaður hannaður á heimsvísu: Móttakan horfði í aðgerðalausri þolinmæði á mig reyna að finna fatahengi. Fékk kvöldseðla á borð, þótt hádegisseðlar hefði hentað betur í hádeginu...Blálanga var fullkomlega elduð, studd byggi og spínati. Andarlæri var rétt eldað, stutt maltsósu og sykurbrenndum eplum á vöfflu. 
Ummæli ›

...að Clint Eastwood myndin American Sniper sé að velta Saving Private Ryan eftir Spielberg úr sessi sem mest sótta stríðsmynd allra tíma í Bandaríkjunum.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

 1. ÖLLUM YFIRMÖNNUM REYKJANESBÆJAR SAGT UPP Á LOKUÐUM FUNDI: Öllum yfirmönnum Reykjanesbæjar var sagt upp á lokuðum bæjarstjórnarfundi sem var að ljúka rétt ...
 2. NAKINN SELUR BORÐSTOFUSETT: Þegar fólk selur borðstofusettið sitt á bland.is verður það að gæta þess að sjást ekki við mynda...
 3. DÓTTIR FJÁRMÁLASTJÓRA RÚV: Það gengur mikið á  í Útvarpinu í Efstaleiti þessa dagana, og reyndar ekki í fyrsta sinn. Hér er...
 4. HÚSALEIGUSAMNINGUR ALDARINNAR Í BREKKUGERÐI:   Ýmislegt í gangi eins og sjá má; nægt úrval frétta - veljið eina eða tvær - eða bara allar....
 5. ANNA BIRTA MEÐ SKYGGNILÝSINGAFUND: Anna Birta Lionaraki verður með opin skyggnilýsingafund í Tjarnarbíó sunnudaginn 1. febrúar kl. ...

SAGT ER...

...að Karolina Fund sé dálítið eins og Hjalpræðisherinn; báðir gera út á frjáls framlög.
Ummæli ›

...að fyrirhuguðum fundi sem halda átti í Grímsey miðvikudaginn 28. janúar og blaðamannafundi á Akureyri morguninn eftir, hafi verið aflýst af óviðráðanlegum orsökum. Stefnt er að því að boða annan fund með einhverju sniði við fyrstu hentugleika allra sem að málinu koma. Í millitíðinni halda bæjarfulltrúar og starfsfólk Akureyrarkaupstaðar, ásamt fulltrúum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Byggðastofnunar, áfram að vinna að lausn yfirvofandi vanda í atvinnumálum Grímseyinga í nánu samráði við heimamenn.
Ummæli ›

...að Sævar Freyr Þráinsson, nýr fostjóri 365 miðla, hafi ekki sama sexý forstjóralúkkið og fyrirrennari hans, Ari Edwald, og nýja lógóið ekki heldur.  
Ummæli ›

...að flensan sem nú herjar á höfuðborgina sé ein sú versta í manna minnum; stöðugt nefrennsli og hitakóf er ekkert á við viðvarandi hósta sem með tímanum verður svo þurr að engu er líkara en marblettir komi á lungun.
Ummæli ›

Meira...