KÓSÍ Í COSTCO – RAGGI FLUTTI INN

    "Hann segist vera verslunarstjórinn í Costco og ég verði að fara á stundinni. Strax!"
    Á meðan margir kvarta og kveina undan eldsneytisverði, almennum verðhækkunum, stríðum og bara flestu sem hægt er að kveina yfir, þá sit ég hér í 300.000 króna sófa horfandi á nýju Top Gun myndina í nýju 75 tommu Oled sjónvarpi með verðmiða fyrir norðan 500.000 króna múrinn. Góð loftræsting. Nægt úrval af drykkjum og snarli. Lífið er yndislegt, engar áhyggjur. Til hvers að spá í annað?” segir Ragnar Daði Sigurðsson en svo kom höggið:
    “Í sannleika sagt þá get ég ekki látið manninn sem er hérna trufla mig eða eyðileggja fyrir mér daginn. Hann segist vera verslunarstjórinn í Costco og ég verði að fara á stundinni. Strax!”
    Auglýsing