KÓRINN KLÚÐRAÐI FYRIR MADONNU

  Tónlistarmaðurinn og kerfisfræðingurinn Birgir Gunnlaugsson segir að Madonna hafi ekki verið fölsk í skemmtiatriðinu á Eurovision, heldur hafi kórinn sem söng með henni sett hana út af laginu. Í færslu á Facebook segir Birgir þetta:
  Birgir Gunnlaugsson
  “FB vinir óskapast núna yfir falskri Madonnu í Eurovision í gær. Það sem ég heyrði var að karlakórinn lækkaði í tónhæð frá upphafstóninum og hélt áfram að lækka eftir að Madonna byrjaði að syngja. Þegar svo orgelið kom inn mátti heyra að munur var orðinn á hreinni 440 tónhæð orgelsins og söngvarana. Madonna átti ekki gott með að syngja í 2 tónhæðum í einu (frekar en nokkur) og flakkaði á milli en var oftast á bandi kórsins enda var hann í meirihluta í undirspilinu. Mér fannst hún leysa þetta eins og kostur var enda langreynd í sínu fagi. Í seinna laginu (kórinn farinn) átti hún eins og venjulega í engum vandræðum með tónhæðina. Þetta er þekkt vandamál hjá kórum að þeim hættir til að lækka í tónhæð og flýta takti en ég hef ekki oft séð það koma jafn illa út og í gærkvöldi.”
  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinEUROVISION 1963
  Næsta greinSAGT ER…