Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

KONUR PLATAÐAR Í COSTCO

Neytendahornið:

-

Á Facebook síðu Costco-vina hefur æsingur gripið um sig vegna vinsæls handáburðar sem þar fæst í stórum pakkninum. Konur tjá sig í löngum bunum um gæði þessa handáburðar og hvað verðið sé gott í Costco. Tólf túbur á 3.079 krónur, á meðan ein túba úti í búð kosti rúmar þúsund krónur. Um borð í flugvélum Icelandair kosti slík túba 1.900 krónur segja konurnar. Af umræðum að ráða kláraðist gámurinn af handáburðinum næstum því í Costco í gær – konur mættu þangað í stríðum straumum til að grípa hið ódýra hnossgæti.

En í raun voru konurnar (já, bara konur virðast nota handáburð) varla að spara eina krónu. Fæstar virtust átta sig á því að hver túba í Costco pakkningunni er 25 grömm og kostar að jafnaði 256 krónur. Fjórar slíkar túbur þarf í 100 grömm, sem kosta þá samanlagt 1.026 krónur. Það er svipað verð og konurnar hafa verið að borga hingað til fyrir 100 gramma túburnar af hinum æðislega handáburði.

Aftur á móti er ljóst að í Sagaverslun Icelandair eru engir Costco prísar á handáburðinum – eða yfirleitt nokkru öðru. Enda dýrt að flytja handáburð fram og aftur um háloftin.

Fara til baka


AF ÖLLUM SÁLARKRÖFTUM

Lesa frétt ›VILL FEITAR KONUR - MYNDBAND

Lesa frétt ›FRAMSÓKNARMANNI MISBOÐIÐ

Lesa frétt ›ÁSMUNDUR 80 – GUNNAR 20

Lesa frétt ›STUÐMENN Í BRUGGHÚSI

Lesa frétt ›JUKEBOX BO AFTUR HEIM

Lesa frétt ›


SAGT ER...


Ummæli ›

...að ef Guðmundur Spartakus fær 2,5 milljónir frá RÚV, hvað fær þá  Rosi­ta YuF­an Zhang, veitingakona á Sjanghæ á Akureyri, fyrir fréttatrakteringu hins opinbera?
Ummæli ›

...að gítarsnillingurinn Björgvin Gíslason geti horft stoltur um öxl: Fyrir fimmtíu árum.Einbeittur brotavilji stráksins í hvítu peysunni. Hljóðið er þó frá Kinks.Tíu árum síðar gerir þessi á hvítu peysunni plötu sem heitir ekki neitt, en er oft kölluð Öræfarokks platan. Það á að halda uppá fjörtíu ára afmæli þessarar plötu í Bæjarbíói Hafnarfirði, 19.október. Þreytist aldrei á að horfa á þessa ungu menn. Pabbi Jonna í Falkon tók þetta á 8mm vél úti í garði í Kópavogi, líklega 1967.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. HITNAR UNDIR GUNNARI BRAGA: Það kraumar í framsóknarpottinum á Króknum, helsta vígi flokksins á landinu, þar sem Framsóknarflokk...
  2. ÁSMUNDUR 80 – GUNNAR 20: Úrsltin í slag Ásmundar Einars Daðasonar, fyrrum alþingismanns, og Gunnars Braga Sveinssonar, fyrrum...
  3. EGGERT VILL PÁL SEM FORMANN: Eggert Skúlason fyrrum ritstjóri DV, fréttamaður á Stöð 2 um árabil og almannatengill Eiðs Smára...
  4. JAKOB GLEYMDI FRAMSÓKN: Jakob Bjarnar Grétarsson, stjörnublaðamaður Vísis, sem skrifaði fréttina sem felldi ríkisstjórnina, ...
  5. ÁSGEIR TIL KSÍ?: Borist hefur póstur: --- Nú styttist í það að tæknilegur framkvæmdastjóri verði ráðinn hjá KSÍ. Mö...

SAGT ER...

...að kosningabaráttan sé komin á fleygiferð.
Ummæli ›

...að rómantíska lesbíumyndin La vie d'Adele sem Ríkissjónvarpið sýndi á sunnudagskvöldið hafi verið frábærlega gerð og dásamlega djörf.
Ummæli ›


Ummæli ›

...að gamlir Bítlaaðdáendur telji þetta besta tónlistarvideo ever - samt var ekki búið að finna upp videoið - segja þeir.
Ummæli ›

Meira...