Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

KONAN SEM KLAUF FRAMSÓKN

Ýmsir innanbúðarmenn í Framsóknarflokknum naga nú handarbökin yfir að hafa ekki komið í veg fyrir að Þórunn Egilsdóttir gæfi kost á sér gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Sagan segir að Sigmundur Davíð hafi litið á framboð Þórunnar gegn sér sem hin fullkomnu svik, ekki bara af hálfu Þórunnar heldur hins svokallaða flokkseigendafélags. Nógu slæmt þótti honum á sínum tíma þegar Sigurður Ingi bauð sig fram gegn honum sem formanni. En Sigmundur Davíð beit í það súra epli og hélt tryggð við flokkinn. Mótframboð Þórunnar var honum hins vegar ofraun og afleiðingin er sú að Framsóknarflokkurinn er klofinn í tvennt. Ekki aðeins það, heldur benda kannanir til þess að svo gæti farið að Framsóknarflokkurinn fái aðeins tvo eða þrjá þingmenn en Miðflokkur Sigmundar Davíðs helmingi fleiri.

Vafalítið hefur Þórunn haft trausta flokkseigendur á borð við kaupfélagsstjórann úr Skagafirði að baki sér, en þar sem pólitík snýst oftar en ekki um persónur, þá mun hún enda í sögunni sem konan sem klauf Framsóknarflokkinn.

Fara til baka


LÚXUSÍBÚÐ ARA ELDJÁRN

Lesa frétt ›BJARNI FUNDINN

Lesa frétt ›KJARTAN Í STAÐ LOGA

Lesa frétt ›LEIÐ 21 Í COSTCO ALLA DAGA

Lesa frétt ›KENGÚRAN ER HAMBORGARI FÓLKSINS

Lesa frétt ›STRÆTÓ Á SUÐURLANDI Í ÓVISSU

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að eldri borgarar á Íslandi séu farnir að keðjureykja í miðri kosningabaráttu.
Ummæli ›

...að Þjóðleikhúsið frumsýni Risaeðlurnar eftir Ragnar Bragason á Stóra sviðinu á föstudagskvöldið: Listakona og sambýlismaður hennar þiggja hádegisverðarboð íslensku sendiherrahjónanna í Washington. Útverðir lands og þjóðar bjóða upp á þríréttað úr íslensku hráefni, borið fram af ungri, kínverskri húshjálp. Smám saman kemur í ljós að undir glæsilegu yfirborðinu leynast óþægileg leyndarmál. Í gestahúsi við sendiráðsbústaðinn er sonur hjónanna falinn eins og fjölskylduskömm. Þegar hann gerir sig heimakominn í boðinu fara beinagrindurnar að hrynja úr skápnum ein af annarri.
Ummæli ›

...að þetta geti orðið sögulegt.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. KJARTAN Í STAÐ LOGA: Frá fjölmiðlarýninum Svani Má: --- Margir tala um að skarð Loga Bergmanns á Stöð 2 verði vandfyllt...
  2. BÆJARSTJÓRI FÉKK HJARTAÁFALL: Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð, áður bæjastjóri í Kópavogi um árabil, fékk hjartaáf...
  3. PÉTUR DAUÐÞREYTTUR: Pétur Einarsson, fyrrum flugmálastjóri og nú frambjóðandi Flokks fólksins á Norðurlandi, vakti þ...
  4. LÚXUSÍBÚÐ ARA ELDJÁRN: Ari Eldjárn, maðurinn sem hefur gert íslenskt uppistand og grín að útflutningsvöru, hefur keypt ...
  5. SIGMUNDUR HJÁ JÓA FEL: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokksmenn hans hafa opnað kosningaskrifstofu í JL-húsinu við...

SAGT ER...

...að stórleikkonan Edda Björgvins hafi auglýst ryksuguna sína til sölu. Rauða Cleanfix á 20 þúsund.
Ummæli ›

...að út hafi verið að koma bókin 109 Volcano Sudoku þar sem 20 þrautanna eru Easy, 30 Medium, 30 Hard, 20 Evil og 9 Samurai - hvað sem það nú þýðir.
Ummæli ›

...að út sé að koma bókin Ferðalag í flughálku - Unglingar og ADHD eftir Sólveigu Ásgrímsdóttur sálfræðing.
Ummæli ›

...að þetta sé kjúklingur mínimalistans beint úr heimspressunni: ---
Ummæli ›

Meira...