
“Á laugardagskvöldi á Pride gaf sig á tal við mig kona. Hún var voða sæt og flörtaði við mig, held ég að minnsta kosti, hrósaði skyrtunni minni og afsakaði að hún gæti ekki hætt að horfa á brjóstin á mér en þau væru mjög flott, heit og svo framvegis. Var í flegnu með hálsmen sem fór niður milli brjósta – fair,” segir Edda Sigurðardóttir kennari, femínisti og hinsegin og heldur áfram:
“Svo sem ekki í frásögur færandi, næs þegar sætar stelpur flörta við mann. Næst segir hún að hún hafi áður verið tvöfalt þyngri og aldrei fundist hún sæt feit en það hafi aldrei angrað hana hjá öðrum og henni finnist feitt fólk oft fallegt eða aðlaðandi. Innrættir fitufordómar og þess háttar. Með fullri virðingu fyrir þessari, viðkunnalegu og sennilega vel meinandi konu en getum við plís greitt úr okkar eigin komplexum og fitufordómum en ekki dömpað þeim á feitt fólk sem okkur finnst áhugavert eða aðlaðandi. Kannski er ég óþarflega vön kommentum um brjóstin á mér, hef alltaf verið með stór brjóst. En mér finnst það fara algerlega eftir því hvernig það er sagt og stemningunni hvort það er ok eða ekki. Mér finnst líka ólíkt þegar karlar segja suma hluti samanborið við konur eða kvár.”