KOLVITLAUS KLUKKA FRAMTÍÐAR

  “Eftir ca. 400 milljón ár verður sólarhringurinn í kringum 26 stundir og eftir milljarð ára 30 stundir. Þá þarf sko heldur betur að breyta klukkunni,” segir Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins og hann veit hvað klukkan slær í þessum efnum:

  Sævar Helgi

  “Ísland verður þá reyndar ekki til lengur eftir að hafa orðið fórnarlamb flekahreyfinga. Þetta er allt tunglinu að kenna sem togar í höfin svo hægir á snúningi Jarðar. Tunglið færist burt fyrir vikið um alveg tæplega 4 cm á ári.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinGRÁI FIÐRINGURINN
  Næsta greinSAGT ER…