KOLLAFJÖRÐUR FULLUR AF BLÝI EFTIR SKOTÆFINGAR – FUGLAR ÉTA HÖGL OG DREPAST

    Íbúaráð Kjalarness ítrekar ábendingar sínar vegna skotæfingasvæðanna við Kollafjörð og mælist til þess að umhverfis- og heilbrigðisráð og heilbrigðiseftirlitið taki þær alvarlega þannig að fram fari reglulegar hávaða- og jarðvegsmælingar á svæðinu. Mikilvægt er að slík vinna fari fram áður en áframhaldandi starfsleyfi verður gefið út svo meiri sátt skapist um starfsemina á meðan verið er að finna nýtt skotæfingasvæði til framtíðar.

    Á skotæfingasvæðinu við Kollafjörð drita skotveiðimenn höglum á haf út og það hafa þeir gert á þessum stað í 13 ár en opið er 8 til 12 tíma á sólahring allt árið. Varlega áætlað má ætla að tugir tonna af blýi liggi við ströndina og í sjónum í Kollafirði. Vitað er að í Evrópu drepast milljón fuglar árlega vegna blýeitrunar eftir að hafa étið högl.

    Auglýsing