KOLLA HISSA Á DV

    “Ég spyr mig sjálfa hvað sé að gerast,” segir Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV um ráðningu meðritstjóra síns, Kristjóns Kormáks, sem aðalritstjóra DV og miðla fyrirtækisins.

    “Ég er hissa á þessu en ég er hér enn,” bætir hún við.

    Kolbrún vildi ekki frekar ræða stöðu sína á DV en þar hefur gengið á ýmsu eftir að Sigurður G. Guðjónsson lögmaður mætti með mörg hundruð milljónir, skellti á borðið og bjargaði DV þannig undan hamri Tollstjóra.

    “Sjáum hvað setur,” segir Kolla.

    Auglýsing