KOLEFNISFERÐ BORGARTOPPA TIL MADRID

  Úr ráðhúsinu:

  Fyrirhuguð er þátttaka borgarstjóra í COP25 – Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd og tengdum viðburðum dagana 9. til 11. desember 2019. Um er að ræða þátttöku í sjálfri ráðstefnunni sem hluti íslensku sendinefndarinnar. Ennfremur þátttöku í Sustainable Innovation Forum en vettvangurinn er haldinn í tengslum við loftslagsráðstefnuna í tíunda skipti og er ætlað að leiða saman stjórnmálaleiðtoga og fólk úr atvinnulífi til samræðu um hvernig hraða megin aðgerðum til lausnar aðsteðjandi vanda. Með borgarstjóra í för verða Pétur Krogh Ólafsson aðstoðarmaður og Líf Magneudóttir formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs.

  Bæði Miðflokkurinn og  Flokkur fólksins bókuðu hörð mótmæli við þessa ferð. Bókun Flokks fólksins var meðal annars  þessi:

  “Fulltrúa Flokks fólksins finnst það bruðl að borgarbúar eigi að kosta þrjá einstaklinga á loftlagsráðstefnu. Á sama tíma og þessir sömu aðilar tjá sig um kolefnisspor eru þeir að taka sér ferð á hendur sem kostar ansi mörg slík spor. Þetta er mikill tvískinnungsháttur.”

  Í bókun Miðfloksins segir meðal annars.

  “Með borgarstjóra í för verða Pétur Krogh Ólafsson aðstoðarmaður og Líf Magneudóttir formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs, en sú síðastnefnda hefur stórar áhyggjur af losun frá fjölskyldubílnum í Reykjavík. Á þetta fólk ekki að líta sér nær og byrja á því að fylgja eigin stefnu.”

  Auglýsing