KOLBRÚN SEGIR UPP Á DV

    “Þetta er allt í góðu, engin illindi enda væri það ekki við hæfi svona rétt fyrir jól,” segir Kolbrún Bergþórsdóttir sem sagði upp störfum sem annar tveggja ritstjóra DV í dag.

    Ástæðan er skipulagsbreytingar sem gerðar voru á yfirstjörn ritstjórnar þar sem samritstjóri Kolbrúnar, Kristjón Kormákur, var gerður að aðalritstjóra og þar með settur yfir hana.

    “Það hefur orðið að samkomulagi að ég vinni út desember,” segir Kolbrún og bætir við: “Ást og friður.”

    Sjá eldri frétt hér.

    Auglýsing