KÓKA KÓLA LESTIN KLIKKAÐI OG GRÆTTI BÖRN Á LAUGAVEGI

  Gullsmiðurinn á Laugavegi og Kóka kóla lestin sem komst ekki leiðar sinnar.

  “Varð vitni að því í eftirmiðdag í gær laugardaginn 7. desember að ungt par með 2 börn stóð fyrir framan verslunina okkar um kl.17:30 og virtist vera að bíða eftir einhverju, norpandi í kuldanum,” segir Sigurður Steinþórsson gullsmiður á Laugavegi um áratugaskeið. Og heldur svo áfram:

  “Tuttugu mínútum síðar fór ég út og bauð þeim inní hlýja verslunina og spurði eftir hverju þau væru að bíða og hvort ég gæti eitthvað liðsinnt. Þau sögðust vera að bíða eftir Kóka kóla jólalestinni sem hefði átt að vera a Laugaveginum kl.17,30 samkvæmt akstursplani sem að þau sýndu okkur. Ég sagði þeim að engin Kóka kóla-jólalest færi lengur um gamla góða Laugaveginn eins og áður, því núverandi meirihluti borgarstjórnar væri búin að loka götunni fyrir slíku, til að skapa “manneskjulega” lifandi stemmingu í miðborginni. Foreldrar barnanna sögðust hafa farið með sínum foreldrum niður á Laugaveg á sínum tíma og horft á ljósin og hlustað á háværa jólatónlist frá jóla-Kóka kólalestinni. Þetta hefði í gegnum árin verið eitt af upphafsatriðum jólaundirbúningsins þeirra. Börnin voru með tárin í augunum, eitthvað hafði verið eyðilagt. Þökk sé þeim sem ráða og vita betur.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinBRENDA LEE (75)