KNÚTUR VILLTIST INN Á GOLFVÖLL

    Knútur Bruun lögfræðingur, listunnandi og baráttumaður fyrir réttindum myndlistarmanna, ekur stundum út í Gróttu þaðan sem hann gengur hring um Nesið meðfram sjónum og svo aftur að bílnum úr annarri átt. Knútur er 84 ára og hress.

    Á göngu sinni kemur hann inn á mjúkt og velhirt graslendi og sér þar hvíta kúlu í grasinu sem honum virðist í fyrstu vera egg. Beygir sig niður tekur kúluna upp og stingur í vasann. Kemur þá hlaupandi að honum reykvískur skurðlæknir sveiflandi golfkylfu og hrópar:

    “Get ég fenngið golfkúluna mína aftur?”

    Knútur hafði villst inn á golfvöll á göngu sinni.

    Auglýsing