KLÍSTRAÐIR STAÐIR OG FERSKT LOFT

“Erfiðleikar í verslunarrektstri við Laugaveg koma því ekkert við hvort er gengið eða ekið. Breytt kauphegðun neytenda er staðreynd, og er það um allan heim, að verslun er meira til komin á netið eða stór vöruhús. Stöðugar deilur um eitthvað sem skiptir ekki máli hjálpa engum rekstri,” segir Björn Teitsson fyrrverandi formaður samtaka um bíllausan lífstíl og heldur áfram:

“Sama þróun er í Kringlunni, eða öðrum smærri verslunum um alla borg, um allt land. Sama hvar megi aka og finna endalaus bílastæði. Verslun og borg geta unnið betur saman að öðruvísi lausnum, t.d. markaðsátaki auglýsir ferskt loft og einstaka verslunarupplifun í öruggu umhverfi Það eru endalausir möguleikar núna. Fjölmörg laus rými sem borgin er að leggja sig fram við að útdeila til að auka á aðdráttarafl miðborgarinnar. Þú vilt “klístraða” staði, þar sem fólk kemur og langar til að vera. Fólk labbar nefnilega inn í verslanir, bílar aka ekki inn í þær. Lærum af fortíðinni, festumst ekki í henni, vinnum saman að lausnum, ekki frekari deilum. Og fjölmiðlar, hættið að viljandi búa til konflikt. Var orðið langþreytt fyrir 5 árum, er nú bara asnalegt.”

Auglýsing