KLIKKUN Í KVOSINNI – MYNDIR

  "Og þá Hafnartorgið en þar tyllia sér engir nema hörðustu útivistarmenn kappklæddir."
  Ljósmyndarinn.

  Á meðan verið er að naggast um umferðina á Laugaveginum, hvort hún eigi að vera akandi eða gangandi og þá í hvora áttina, er verið að vinna skemmdarverk mikil á Kvosinni,” segir listaljósmyndarinn Guðmundur Ingólfsson, fór í göngutúr um Kvosina og mundaði tæki sín og tól:

  “Byggt upp í hverja glufu af grófu tillitsleysi við eðli og upphaf staðarins. Kofum í yfirstærð er klesst utan í virðulegar gamlar byggingar Guðjóns Samúelssonar og hæðum logið ofaná. Ef svo heldur fram sem horfir setja þeir Mansard á bæði Alþingishúsið og Pylsuvagninn. Og þá Hafnartorgið en þar tyllia sér engir nema hörðustu útivistarmenn, kappklæddir. Allt er þetta gert fyrir eða í von um túrhestapeninga. Ekkert er um þetta rætt síðan að gæslumenn Víkurgarðar urðu að gefast upp.”

  Gaman saman.
  Svo sprettur þetta upp í bakgarði hvítkölkuðu húsanna við Skólabrú.
  Einn á gangi á Hafnartorgi.
  Yfirgefin rafskutla bíður eftir notanda.
  Bæjarins bestu enn á sínum stað – ef vel er að gáð.
  Þakgluggarnir á nýja hótelinu (?) við Austurvöll mega eiga það að þeir kallast á við fallegu þakgluggana á Hótel Borg handan vallarins.
  Hvað skal segja?
  Auglýsing