KLIKKUÐ KVÓTASAGA

  Jóhannes og þorskurinn.
  Hér er smá dæmisaga um fáránleikann í fiskveiðistjórnarlögunum,” segir Jóhannes Baldvinsson sem hefur marga fjöruna sopið bæði til sjós og lands:

  Útgerðafélagið Eskja á Eskifirði lokaði fiskvinnslu sinni á Eskifirði 2007 og sendi þar með 40 starfsmenn fyrirtækisins út á vergang. Á þessum tíma var kvótastaðan tiltölulega góð. Þeir áttu rétt á 4.600 þúsund tonna þorskígildiskvóta og af því voru 1600 tonn þorskur.

  Eigendur Eskju töldu sig engar skyldur hafa við nærsamfélagið. Allar ákvarðanir teknar af annarri kynslóð stjórnenda, sem hugsuðu bara um eigið rassgat. En Eskju var áfram úthlutaður gjafakvóti sem þeir bröskuðu með í eigin þágu. Verðmæti þessa kvóta skiptir tugum ef ekki hunruðum ma, á þessum 14 árum sem þetta siðleysi hefur viðgengist.

  Á þessu ári var fyrirtækinu úthlutað 4400 tonnum af bolfiski. 2200 á hvort skip, Aðalstein Jónsson og Jón Kjartansson. Hvorugt skipið veiðir þennan kvóta og því er hann leigður út eða að hann fer á svokallaðan skiptimarkað. Þá leið ákvað forstjórinn að nýta sér í des. siðastliðnum þegar hann skipti á 1000 tonnum af þorski fyrir 30.000 tonn af loðnu. Engin viðskipti eru á Íslandi með loðnu á markaði. En á síðustu vertíð fengu íslensk skip 220-230 kr/kg fyrir loðnu sem seld var norskum kaupendum. En fyrir loðnu til frystingar og hrognatöku er greitt mun hærra verð. Varlega áætlað er því verðmæti 30.000 tonna af loðnu 7.500.000 kr.

  Aflamark á þorski er núna verðmetið á rétt um 200 kr/kg, en fór upp í 250 kr/kg sl. haust. Samkvæmt því hefði Eskja aðeins átt að fá 800 tonn af loðnu fyrir 1000 tonn af þorski en af einhverjum skrítnum ástæðum er þeim gefinn kvóti að andvirði 7 ma! Andvirði nýjasta uppsjávarskipsins í baktjaldabraski með gjafakvóta í boði ríkisstjórnarinnar sem nú situr. Ég geri ráð fyrir að greiðslur til stjórnmálafólks tíðkist þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða.

  Mér þóttu þetta svo ótrúlegar upphæðir að ég lét endurskoðandann minn þrítékka þær.

  Auglýsing