KLIKKAÐIR MÁVAR RYÐJA SÉR TIL RÚMS

    "Það voru mávar sem ætluðu að ráðast á hundinn minn í síðustu viku og eltu okkur heim úr göngutúr."

    “Ég get ekki útskýrt það nákvæmlega, en mávar eru búnir að vera að haga sér eitthvað undarlega, allavega síðan ég kom til landsins. Hefur einhver tekið eftir því líka og eða veit af hverju? Safnast saman á óvenjulegum stöðum, hef ekki heyrt vælið í þeim lengi, fljúga ekki í burtu frá bílum of þess háttar. Óvenju kræfir í kringum fólk og svona,” segir Kristjana Jónsdóttir.

    Laufey Ebba tekur undir með Kristjönu: “Það voru mávar sem ætluðu að ráðast á hundinn minn í síðustu viku og eltu okkur heim úr göngutúr. Vandræðalegt fyrir mig en ég var alveg stressuð”.

    Auglýsing