KLIKKAÐAR KVENNAKLÍKUR KERFISINS

    Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður með framlengingu í 22 ár er nú formaður valnefndar sem ræður nýjan safnstjóra Listasafns Íslands, embætti sem losnaði þegar safnstjórinn var gerður að þjóðminjaverði í stað Margrétar og hún sjálf að skifstofustjóra ´í forsætisráðuneytinu osfrv...

    Póstur úr kjallara kerfisins:

    Flutningur Lilju Alfreðsdóttur ráðherra á safnstjóra Listasafns Íslands í embætti þjóðminjavarðar í síðustu viku hefur vakið athygli og undrun.

    Vel má þó vera að flétta ógagnsærra klíkuráðninga sé farin í gang, því 27. ágúst var staða safnstjórans auglýst en frestur til að sækja um rennur út aðeins tveimur vikum síðar, 12. september. Vekur það furðu að svo stuttur frestur sé veittur til að sækja um forstöðumannsstöðu fyrir höfuðsafn lista í landinu – ekki síst þar sem það varð jú laust til umsóknar með svo skömmum fyrirvara.

    Það sem vekur enn meiri undrun og furðu (eða ekki) er að formaður valnefndar vegna safnstjórastöðunnar er enginn annar en fyrrverandi þjóðminjavörður, Margrét Hallgrímsdóttir, nú skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Margrét fékk endurnýjað umboð til þess að gegna embætti þjóðminjavarðar í 22 ár, án auglýsinga nema þegar upphaflega var skipað í embættið.

    Það verður fróðlegt að sjá hver hlýtur stöðu safnstjórans – mun þá listinn yfir klíkuráðningar ráðherra lengjast enn frekar?

    Auglýsing