Steini pípari sendir myndskeyti:
–

Um helgina fór ég í skoðunarferð um landið, keyrði upp í Lakagíga á laugardag og seinni daginn upp í Veiðivötn. Þetta ætti svo sem ekki að vera í frásögu færandi. Jú, nema eldsneytið í þessum skreppitúrum kostaði 45 þúsund krónur. Þeir einföldu sem lesa þetta hugsa sem svo á þetta eru afleiðingar styrjaldarinnar í Úkraínu. Nú er Sigurður Ingi formaður Frammsóknarflokksinns að leggja til veggjöld ofan á þetta.
–
Með tilveru Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í allflestu stjórnarstarfi undanfarinna áratuga hefur þessum flokkum tekist að skipta þjóð okkar upp í tvær þjóðir, það eru þeir sem hafa gnægð fjár og hinir sem lepja dauðan úr skel. Auðlindir þjóðarinnar hafa verið færðar á silfurfati til örfárra einstaklinga í sjávarútvegi. Þessir aðilar taka um 200 milljarða árlega framhjá kerfinu. Við skulum ekki gleyma byggingariðnaðinum sem er rekin af bönkum landsins og þeim sem fá heimildir til stunda byggingariðnað. Aðrir iðnaðarmenn hafa verið sviftir réttindum til að stunda vinnu sína með afturvirkum lögum. Þökk sé Framsóknarflokknum.
–
Og nú sjá þeir tvær aðrar gullkistur til að ræna, það er raforka landsins og ferðamannabransinn. Þarna eru puttar þeirra komnir á kaf í að úthluta góðum bitum úr gullkistunni.
–
Skoðum aðeins framvinduna í málum þjóðarinnar. Framundan eru lausir kjarasamningar, óðaverðbólga og allt verðlag hefur hækkað um 15 til 20%. Það liggur fyrir ljóst fyrir að verkföll verða ekki leyst nema með lögbannsaðgerðum.
–
Ef þú ferð í sunnudagsbíltúr á meðalstórum bíl, fram og til baka til Vík í Mýrdal þá kostar það um 13 til 15 þúsund krónur. Og við erum með landsbyggðarflokk í stjórn landsins.
–
Það hljóta allir að sjá að þetta er klikkað ástand – nema kannski elítunni sem át gull rétt fyrir síðasta hrun og er byrjuð á því aftur. Sveiattan!