KJÖTSÚPA PÍPARANS

  Fjallalamb heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Var að enda við að elda mér kjötsúpu úr bragðbesta kjöti sem hægt er að fá. Af lambi sem var á beit í Þjófadölum í sumar.

  Steini pípari og umhverfisráðherrann.

  Þar eru til staðar besti bithagi sem finnst á hálendinu, enda verið nýttur frá landnámi. Undanfarna áratugi hefur beitilandið þarna nýst mjög vel vegna hóflegrar beitar. Umhverfisráðherra hefur lagt fram drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Reglugerð undirstrikar hversu erfitt honum gengur að hamla öfgastefnu sína: “Hann vill loka fyrir alla beit á hálendinu”

  Bændur í Biskupstungum sem eiga beitarrétt að Þjófadölum hafa lagt á sig mikla vinnu við uppgræðslustörf í þeirri vissu að hægt sé að færa afréttinn til betri vegar. Fjallskilanefnd Biskupstungna fullyrðir að sú hóflega nýting bænda sem er á afréttinum ásamt landbótastarfi þeirra skili afréttinum hraðari gróðurframvindu en ef afréttinum væri lokaður.

  Öfgastefna Guðmundar Inga umhverfisráðherra skaðaði framboð VG. Flokkur sem er með formann sem nýtur 80% vinsældarfylgi þjóðarinnar fær ekki nema 10% heldarfylgi.

  Hefur grashreyfing flokksins hugleitt þetta.

  Auglýsing