KJARTAN FÆR 38 ÍBÚÐIR Í SKIPHOLTI

  Skipu­lags­full­trú­inn í Reykja­vík hef­ur  samþykkt  ósk eig­anda Skip­holt 1 ehf. um að inn­rétta þar 38 íbúðir. Fyr­ir lá leyfi til að inn­rétta hót­el í hús­inu en nú hef­ur verið fallið frá þeim áformum.

  Það er fé­lagið  Skipholt 1 ehf  sem er eig­andi hús­næðis­ins en eini eig­andi þess er Kjart­an Gunn­ars­son fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæðis­flokks­ins til 26 ára.

  Mynd­lista- og handíðaskól­inn var áður til húsa í Skip­holti 1, seinna Lista­há­skóli Íslands og Kvik­mynda­skóli Íslands var þar um tíma.

  Skip­holt 1 sam­an­stend­ur af tveim­ur hús­um, sam­tals 2.938,2 fer­metr­ar. Eldri hlut­inn er frá ár­inu 1960, alls 1.867,2 fer­metr­ar og nýrri hlut­inn frá 1975, alls 1.070,8 fer­metr­ar.

  Kerfisbréf sam skipulagsfulltrúi samþykkti á föstudag:

  4.21 Skipholt 1, Fjölbýlishús
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júní 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN051113 þannig að innréttaðar verða 38 íbúðir í stað hótels, byggðar svalir á götuhlið og svalagangur á garðhlið, ofanábygging að Stórholti er felld út og í staðinn gerðar sameiginlegar þaksvalir og garður á baklóð við hús á lóð nr. 1 við Skipholt. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júlí 2021. Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 25. maí 2021, greinargerð Lotu vegna burðarvirkis dags. ódagsett ásamt því að lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2021. Stækkun/minnkun frá eldra erindi: Eftir stækkun/minnkun, A-rými: 3.493 ferm., 10.479,8 rúmm. B-rými: 375,5 ferm. Gjald kr. 12.100. Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. júlí 2021, samþykkt.

  Sjá tengda frétt.

  Auglýsing