KJÁNAR VIÐ VÖLD Í REYKJAVÍK?

  Ég segi miðborg Reykjavíkur en ekki miðborgin okkar eins og ég ætti í raun að segja en það er ekki hægt.

  Núna er ég búinn að vera með annan fótinn í miðborginni og mér til mikillar skelfingar sé ég ekki marga borgarbúa hér á göngu. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að meirihluti borgarstjórnar hefur miskilið hlutverk sitt svo ekki sé dýpra í árinni tekið.. hinn almenni borgarbúi sem á heima hér á ekkert erindi ofan i bæ (borg) lengur.

  Það er af sem áður var maður fór ofan í bæ bæði til að verzla, sýna sig og sjá aðra. Það er lítið sem ekkert fyrir okkur að gera þar lengur nema kaffihús, barir, skemmtistaðir og veitingastaðir og búið að gera allskonar til að gleðja “túrhesta” f..k. Þetta er sorglegt. Eru eintómir kjánar við völd? Margir fyrirtækjaeigendur sem hafa stundað hér viðskipti árum saman eru annað hvort að loka, farnir á hausinn, að flytja eða fluttir í burtu.

  Ég hefi ferðast mikið undanfarin ár og verð að segja að fáar borgir hafa einblínt eins mikið á að ginna til sín ferðamenn eins og Reykjavík. Það er ekki hlutverk borgarstjórnar. Borgarstjórn er kosin til að þjóna borgarbúum en ekki segja þeim fyrir verkum. Borgin er að verða eins og hundur sem starir á eiganda sinn (túrhestana) og bíður eftir beini.

  Skaðinn er skeður. Það er enginn ánægður nema sjálfumglaðir borgarfulltrúar meirihlutans. Þeir hvorki skilja né sjá að þeir hafa gert mistök og við sitjum uppi með skaðann. Þetta er dapurleg staða.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.26 – Smellið! /Pistill no.25 – Smellið! /

  Pistill no.24 – Smellið! / Pistill no.23 – Smellið! / Pistill no.22 – Smellið! / 

  Pistill no.21 – Smellið! / Pistill no.20 – Smellið! / Pistill no.19 – Smellið! / 

  Pistill no.18 – Smellið! / Pistill no.17 – Smellið! / Pistill no.16 – Smellið! / 

  Pistill no.15 – Smellið! / Pistill no.14 – Smellið! / Pistill no.13 – Smellið! / 

  Pistill no.12 – Smellið! / Pistill no.11 – Smellið! / Pistill no.10 – Smellið! / 

  Pistill no.9 – Smellið!/ Pistill no.8 – Smellið! / Pistill no.7 – Smellið! / 

  Pistill no.6 – Smellið! / Pistill no.5 – Smellið! / Pistill no.4 – Smellið! / 

  Pistill no.3 – Smellið! / Pistill no.2 – Smellið! / Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing