KÍNVERSK KONA Í VANDA MEÐ BÆJARSTJÓRAHÚS Á ÍSAFIRÐI

    “Við seldum hús í apríl. Sú sem keypti er frá Taívan. Hún á nánast fyrir kaupunum og þarf bara örlán í banka til að klára kaupin. Hún er búin að velkjast í kerfinu í 12 vikur til að fá þetta í gegn. Ekki komið enn. Hún segist aldrei hafa kynnst öðru eins. Síðast bjó hún í Kína,” segir Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði en hann flúði bæinn eftir atgang sögusmetta. Settar voru 45 milljónir á húsið sem er á Ísafirði.

    Auglýsing