KINDUR HAMFLETTAR Í RÍKISÚTVARPINU

  “Í nótt heyrði ég endurtekinn þáttinn Samfélagið frá í gær í Ríkissútvarpinu,” segir Jónatan Hermannsson, lengi jarðræktarráðunautur á Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, og varð andvaka á eftir:

  “Kona, sem líklega er annar af tveimur umsjónarmönnum þáttarins, ræddi þar við formann Félags sláturleyfishafa.

  Þar sagði hún meðal annars:

  „Ég hef komið í sláturhús, mér hefur orðið starsýnt á manninn sem hamflettir, það er rífur ullina af, hérna, af skrokkunum, hann var með það massaðasta bak og upphandleggi sem ég hef séð, hlýtur eiginlega að vera, þegar þú ert að hamfletta allan daginn, þá þarftu að vera svona með krafta í kögglunum.“

  Þetta er eitt af þeim dæmum sem skýra, hvers vegna gamlir menn eins og ég eru á stöðugum flótta undan útvarpinu.

  En ef til væru samtök gamalla fláningsmanna þá myndum við mótmæla kröftuglega og heimta opinbera leiðréttingu og afsökunarbeiðni.

  Við höfum nefnilega aldrei hamflett neitt, við höfum heldur aldrei rifið ullina af skrokknum – bara gæruna.”

  Auglýsing