KINDUR Á BEIT UPP Á ÞAKI

    Tróndur Niclasen leigir út fjögur smáhýsi í torfbæjarstíl vestur af eyjunni Vogar í Færeyjum og hefur reksturinn gengið vel. Hann hefur fengi gesti frá 35 löndum þar á meðal frá Bandaríkjunum, Kóreu, Japan og Ástralíu og allir himinlifandi með aðstöðuna.

    Um síðustu helgi brá svo við að kindahópur sem átti leið hjá leist svo vel á grasið á þakinu að þær fóru þar á beit túristunum til til mikillar skemmtunar. Þetta höfðu þeir aldrei séð áður.

    Auglýsing