KEYRÐI FRAMHJÁ BARNI MEÐ GRÍMU Í VASANUM

    Klemens og strætóbílstjóri með grímu sem tengist efni fréttarinnar ekki beint.

    Varúð,” segir  Klemens Ólafur Þrastarson, upplýsingafulltrúi sendinefndar ESB á Íslandi,   ósáttur með Strætó:

    “Það er ekki nóg að muna eftir grímunni. Rétt í þessu brunaði vagninn fram hjá 12 ára syni mínum því hann var enn með grímuna í vasanum, en ekki uppsetta, þegar vagninn bar að (bílstjórinn benti bara á grímuna sína án þess að hægja á sér). Það vill svo furðulega til að ég rakst á þennan bílstjóra nokkrum mínútum síðar. Hann gekkst fúslega við þessu eins og ekkert væri sjálfsagðara en að keyra fram hjá börnum í myrkri og kulda. Við spyrjum ekki, við keyrum. Gott að vita að við ætlum að „komast saman í gegnum kófið“ elsku Strætó minn.”

    Auglýsing