KEYPTU LÍFSHÆTTULEGA BORGARA Á KEBABSTAÐ Á SPÁNI

    Bryndís og kebabstaðurinn á Spáni.

    “Ég og maðurinn minn komum til Spánar frá Íslandi seint í gærkvöldi og keyrðum á áfangastað með dótið okkar, vorum orðin ansi svöng þannig ákváðum að skella okkur down town Torraveja því við vissum að það væri opið þar að borða,” segir Bryndís Guðmundsdóttir en þau hefðu betur sleppt því:

    “Sirka 12 eða 1 um nóttina ákváðum að kíkja á Kebabstað, hann fékk sér tvöfaldan hamborgara og ég einfaldan. Vorum á röltinu í leiðinni og hann kláraði borgarann enda orðinn rosalega svangur. Eftir stutta stund fer ég að gæða mér á mínum en fannst hann bragðast einhvað undarlega, tek tvo eða þrjá bita og svo henti ég honum bara því hann var einfaldlega  vondur.”

    Bryndís og kærastinn fóru upp í íbúð sína, ekki ánægð með þessi síðbúnu kebabviðskipti og fóru að sofa:

    “Um morgunin vaknar maðurinn minn með upp og niður,öskrandi af verkjum og fyrir hjartað, hann er nýkomin með gangráð og allur bjúgaður! Ég beint með hann uppá sjúkrahús og hann fær góða þjónustu. Það þurfti að sprauta hann niður og kæruleysislyf því hann ældi bara öllu. Plús blóðþrýstingurinn orðin hættulega hár hjá honum og þá segir læknirinn okkur að hann hafi fengið matareitrun, takk fyrir! Ég vil vara við þessum stað og læknirinn benti okkur á að borða borða ekki kebab hérna á Spáni.”

    Bryndís og kærastinn eru að ná sér en verkjar enn í magann. Þau fara ekki aftur á Kebabstað í Spánarferðinni.

    Auglýsing