KERFISLÆGT OFBELDI GEGN ELDRI BORGARA Í ÞVERBREKKU

    Herbert og blokkin í Þverbrekku.
    Lyftan sem lokast.

    “Þarna bý ég, á níundu hæðinni, aðallega hinu megin. Þetta er Þverbrekka 4 í Kópavogi, til hægri glittir í Þverbrekku 2, sem ég sé yfir af vestursvölunum. Magnað útsýni í vestur, líka í austur með smá fyrirhöfn,” segir Herbert Guðmundsson fyrrum ritstjóri og framkvæmdastjóri, 82 ára. En ekki er allt sem sýnist:

    “En svo var lyftunni lokað í morgun, víkur fyrir nýrri lyftu á sama stað, áætlað að opni 14. september, ótrúlegt! Sem sagt fangavist framundan hjá mér í 7 vikur. Trúi því raunar ekki.”

    Auglýsing