Tómas Lárusson fótgönguliði í Gráa hernum skrifar:
–
Fólkið á biðlistum hjá ríkisreknu skurðstofunum vegna liðskiptaaðgerða á Landspítalanum í
Reykjavík, á Sjúkrahúsinu á Akureyri og á Heilbrigðisstofnuninni á Akranesi, „er
sjúkratryggt, en svipt sinni sjúkratryggingu ef það leitar til fjórða aðilans á Íslandi, þ.e. hjá
Klíníkinni í Ármúla, sem framkvæmir samskonar liðskiptaaðgerðir og gerðar eru á
umræddum stofnunum.
Bæklunarskurðlæknarnir og starfsfólk þeirra í Ármúlanum mega hinsvegar, ef sjúkratryggður óskar, fara með eða senda þessa sjúklinga í liðskiptaaðgerðir á t.d. sænskar eða danskar skurðstofur. Þar eru skjólstæðingar bæklunarskurðlæknanna hjá
Klíníkinni sjúkratryggðir. Ráðstöfun í boði Sjúkratrygginga Íslands, sem er u.þ.b. tvöfalt
kostnaðarsamari en ef liðskiptin væru framkvæmd í Ármúlanum”.
Er einhver að hugsa um markmiðið í lögum um sjúkratryggingar, þ.e. að stuðla að rekstrar- og þjóðhagslegri hagkvæmni heilbrigðisþjónustu og hámarks gæðum eftir því sem frekast er unnt á hverjum tíma? Svo ekki sé minnst á markmiðið um að veita öllum sjúkratryggðum íslendingum fjárhagslega aðstoð til verndar heilbrigði og sjá til þess að þeir hafi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.