KATRÍN VILL HÆKKA SUNDLAUGAMIÐANN

    “Bara segja ykkur að ég hef viðrað hugmyndir mínar um að hækka einstaklingsmiða enn meira svo við séum ekki að niðurgreiða sund fyrir túrista all the time,” segir Katrín Atladóttir borgarfulltrúi sjálfstæðismanna í Reykjavík en stakur sundmiði kostar nú 1.000 krónur en 160 krónur fyrir börn. Hjón með tvö börn greiða því 2.320 krónur fyrir sundferð séu þau ekki með kort.

    “Allt þetta skemmtiferðaskipafólk fær frítt á söfn borgarinnar, eða þú veist, á kostnað útsvarsgreiðenda. Og þá er ég að sjálfsögðu að gefa mér að það fólk sé allt eldra en 67.”

    Auglýsing