KATLA ER EKKI AÐ FARA AÐ GJÓSA

    Hundrað ár í dag frá því eldgos í megineldstöðinni Kötlu náði síðast upp á yfirborð Mýrdalsjökuls sem hefur rýrnað mikið á þessum sömu hundrað árum. Að öllum líkindum er þó mun styttra frá síðustu eldsumbrotum í Kötlu þótt þau hafi ekki náð að bræða sig upp í gegnum Mýrdalsjökul sem er allt að 700 metra þykkur yfir dýpstu öskju eldstöðvarinnar en askjan er nærri 100 ferkílómetrar að flatarmáli. Kötlu hefur enginn séð enda hefur hún verið hulin jökli frá því fyrstu mennirnir komu til Íslands. Ekkert bendir til að Katla muni gjósa á næstu árum.

    Björn Hróarsson jarðfræðingur

    Auglýsing