KÁRI NÆSTUM KOMINN HEIM

Svanborg og sundleið Kára litla til Grænlands.

“Kári er selur sem fannst í Njarðvík 17. janúar og var færður í Húsdýragarðinn því hann var svo horaður og þrekaður. Þar fékk hann aðhlynningu til 2. maí þegar honum var sleppt á Vestfjörðum Síðan þá hefur hann verið að synda heim,” segir  Svan­borg Sig­mars­dótt­ir stjórn­mála­fræðing­ur  fram­kvæmda­stjóri borg­ar­stjórn­ar­flokks Viðreisn­ar og verk­efna­stjóri sveit­ar­stjórn­ar­mála og bætir við: “Kári er næstum því kominn aftur til Grænlands. Þarf bara smá sundsprett í viðbót og Kári er kominn heim – að því virðist eins og hægt er að sjá frá gps heill á húfi!”

 

Kári litli merktur og sleppt á Vestfjörðum í byrjun maí.
Auglýsing