KÁRI HEFUR EKKI SÉÐ LISTANN

    Kári Jónasson formaður stjórnar Ríkisútvarpsins í umboði Framsóknarflokksins segist ekki hafa séð lista umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra.

    “Þetta er 41 nafn og lesið upp fyrir mig í gegnum síma,” segir Kári og þegar hann er beðinn um að þylja rununa upp aftur svarar hann því til að hann geti ekki munað 41 nafn.

    – En bara topp tíu?

    “Nei, um þetta gilda ákveðnar reglur og verður ekki gert.”

    Auglýsing