KAREN Í KLESSU

    “Ég datt á gönguskíðaæfingu í Ólafsfirði fyrir rúmri viku. Fannst höggið heldur þungt en ákvað að klára námskeiðið og var bara nokkuð viss um að allt væri í lagi enda ekkert hægt að gera við meiðslum á rifjum,” segir Karen Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar en þá er sagan ekki öll sögð:

    “Ég hef svo smá versnað alla vikunna og var að verða sannfærð um að lungað í mér væri að falla saman fyrr í kvöld svo ég fór á Læknavaktina. Örlögin úthlutuðu mér lækni sem ekki bara var frá Ólafsfirði heldur líka mikill gönguskíðakappi sem þekkti alla helstu kempur geirans. Hann sagði mér að ég væri ekki við dauðans dyr en með tvö brotin rif og ekkert hægt að gera nema þjást og taka því rólega á næstunni. Því næst sagði hann mér frá Vasa og öðrum ævintýrum sínum. Ég treysti þessum lækni fullkomlega.”

    Auglýsing