KALLI Í PELSINUM VILL BYGGJA BLOKK Á NORÐURSTÍG

  Athafnamaðurinn Karl Steingrímsson, Kalli í Pelsinum, vill byggja fjögurra hæða  fjölbýlishús á einni stystu og þrengstu götu miðborgarinnar, á Norðurstíg no.5. Þar er nú útkrotuð skemma sem verður rifin.

  Norðurstígur liggur á milli Vesturgötu og Geirsgötu og tengist Nýlendugötu í gegnum port út á Ægisgötu. Reykjavíkurborg hyggst fara út í stórfrakvæmdir þarna í portinu og tengja áðurnefndar götur betur saman – sjá hér.

  Umsókn Kalla í Pelsinum var tekin fyrir á fundi byggingafulltrúa borgarinnar:

  “Sótt er um leyfi til að byggja þriggja íbúða steinsteypt fjölbýlishús á fjórum hæðum með innbyggðum tveggja stæða bílskúr á lóð nr. 5 við Norðurstíg.  Stærð, A-rými: 329 ferm., 1.127,5 rúmm.  B-rými 54,7 ferm. Um er að ræða sömu teikningar og gögn og í erindi BN048580 samþykktu 7. júni 2016 og erindi BN054803 samþykktu 19. júní 2018. Umsókn um niðurrif BN051371 var samþykkt 12. júlí 2016. Stærð, A-rými: 329 ferm., 1.127,5 rúmm. B-rými 54,7 ferm.”

   

  Auglýsing