KAFFITÁR LOKAR Í BANKASTRÆTI OG ÞJÓÐMINJASAFNI

    "Það er ömurlegt að þurfa að gera þetta en svona hefur covid farið með okkur," segir Sólrún sölustjóri.

    “Við lokum tímabundið í Bankastræti um næstu mánaðamót og erum búin að loka endanlega í Þjóðminjasafninu þar sem við höfum verið lengi,” segir Sólrún Guðmundsdóttir sölustjóri hjá Kaffitár sem rekið hefur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu sem nú verða bara fimm.

    “Það er ömurlegt að þurfa að gera þetta en svona hefur covid farið með okkur. En lokunin í Bankastræti er tímabundin, við opnum þar aftur en kaffihúsinu í Þjóðminjasafninu hefur verið lokað endanlega.”

    Þau fimm Kaffitár sem eftir standa eru í Borgartúni, Kringlunni, Stórhöfða, Nýbýlavegi og Háskólanum í Reykjavík. Kaffitár er í eigu Ó. Johnson og Kaaber.

    Auglýsing