KÆRI INNBROTSÞJÓFUR

    Fjölskyldan

    Á meðan Bjarni Þórarinn Birgisson var í lyfjagjöf með langveika dóttur sína var öllu í hjólhýsi fjölskyldunnar stolið en það stóð í Hafnarfirði. Bjarni segir:

    “Kæri innbrotsþjófur. Vona að þú sért ánægður með kjólana og lyfin hjá langveikri dóttur okkar, tala nú ekki um tölvurnar hjá krökkunum. Einhverfur sonurinn er búinn að gráta meira en meðalbarn gerir á sinni æfi og þorir ekki fyrir sitt litla líf nálægt hjólhýsinu. Og skiptitaskan, stómavörur, öll fötin okkar, matur, græjur, tæki og tala nú ekki um skemmdirnar. Veit ekki hvers virði það er fyrir þig en við hefðum allavega þurft á þessu að halda. Nú erum við að leggja af stað með börnin 500km akstur heim því við eigum ekki einu sinni föt til skiptana. Vonandi gátu þessir vesalingar sofið vel því við vorum að lenda heima, keyrðum í alla nótt því þeir tóku allt sem þarf til að sinna dóttir okkar. Að stela skiptitösku fullri af dóti og hennar þörfum fyrir utan lyfin þá tóku þið öll föt. Gátuð þið ekki séð sóma ykkar að láta barnadótið vera.”

    Hjólhýsið
    Auglýsing