JÓNÍNA BEN BERST VIÐ KARRÝ

    Jónína og Hrafnhildur

    “Hvernig næ ég karrýi úr bekkjarklútunum mínum? Handprjónaðir af norskri vinkonu og þetta fer ekki úr í suðu,” spyr athafnakonan Jónína Ben sem nýtur nú sumarblíðunnar í Hveragerði eftir að hafa verið langdvölum í Póllandi. “Hér er karrý notað meira en salt í matseldinni hjá mér. Besta kryddið sem til er finnst mér.”

    Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir myndlistarkona á Sámsstöðum í Fljótshlíð kemur henni til hjálpar:

    “Prófaðu að láta uppþvottalög (eins og er handvaskað upp með) liggja á blettunum í einhvern tíma, 2-3 tíma, bleyta blettina fyrst. Nudda svo lauslega. Þvo síðan í þvottavél á hefðbundinn hátt eða í höndunum. Ég næ flestum blettum úr með þessu móti. Rauðrófum, rauðvíni og fleiru.”

    Auglýsing