JÓN VILL EKKI ANGELU

    Það er misjöfn ánægja með þátttöku mannréttindaforkólfsins Angelu Davis á MeeToo-ráðstefnu í Reykjavík. Jón Magnússon, landsþekktur lögmaður og fyrrum þingmaður, blæs í þokulúður:

    Jón

    “Angela Davis studdi alltaf kommúnitana í Sovétríkjunum og Austur Þýskalandi og neitaði að beita sér fyrir því að pólitískir samviskufangar kommúnista þar m.a Jiri Pelican og Alexander Sozenitshyn fengju frelsi. Hún fordæmdi aldrei mannréttindabrot og fangabúðir kommúnista og sýndi þar dæmafátt dómgreindaleysi. Þessi kommúnisti, sem kemst nálægt því að eiga heimsmet í dómgreindarleysi þykir nú gjaldgeng í drottningarviðtal án athugasemda í Morgunblaðinu og til að tala á tylliráðstefnu Me-Too í Reykjavík. Er líklegt að þeir sem hafa sýnt einlægt og ósvikið dómgreindarleysi í meir en 50 ár eigi eitthvað erindi við nútímann?”

    Auglýsing