JÓN STEINAR HJÓLAR Í HR FYRIR KRISTINN

    Kristinn Sigurjónsson, fyrrum lektor í Háskólanum í Reykjavík, hefur ráðið Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrum Hæstaréttardómara, til að gæta hagsmuna sinna eftir umdeildan brottrekstur úr starfi.

    “Nú kemur í ljós að ég var opinber starfsmaður hjá Háskólanum í Reykjavík þar sem HR yfirtók Tækniskólann, þar sem ég kenndi áður, og fylgdu öll starfsréttindi okkar sem þar vorum við flutning yfir í HR,” segir Kristinn.

    Í ljósi þess að brottrekstur Kristins hreint brot á öllum reglum því áminna verður opinbera starfsmenn, jafnvel oftar en einu sinni, áður en þeim er sagt upp.

    Jón Steinar hefur þegar skrifað rektor Háskólans í Reykjavík bréf vegna uppsagnar Kristins; ballið er rétt að byrja.

    Auglýsing