JÓN ÓSKAR KVEIKIR Í FACEBOOK

  Myndlistarmaðurinn Jón Óskar kveikti í Facebook svo um munaði fyrir hádegi í tengslum við fréttir um að Harry prins og Megxit prinsessa væru að flytja til Kanada. Happafengur fyrir land og þjóð þar? Jón Óskar segir:

  ***

  “Hugsið ykkur; við Íslendingar tækjum þeim gólandi af hrifningu ef þau vildu vera hér. Hann færi beint í utanríkisráðuneytið og hún Þjóðleikhússtjóri. Þau eru á fertugsaldri, hafa aldrei flutt að heiman og reynt að standa á eigin fótum, kunna ekkert og hafa aldrei unnið.”

  ***

  Þorsteinn Halldórsson: Hvaða vitleysa að segja svona – hafa bæði unnið og er með þekkingu og reynslu í mörgum hornum…please.

  Snorri Bjorn Arnarson: Er ekki strákurinn annálaður þyrlukappi ; gæti bjargað rjúpnabyttum og botnlangafólki á víðernum etc

  Atli Sigurðarson: Hvaða hvaða….hann er reyndur þyrluflugmaður.

  Gyða Gunnarsdóttir: Kunna þó að eyða peningum.

  Reynir Þór Eggertsson: Hún hefur svo sannarlega unnið fyrir sér.

  Magga Dóra: Vitanlega hefur hún ekkert gert… nema komið fram í 31 sjónvarpsþáttum og bíómyndum um það bil 140 sinnum síðan 2002. Isspiss.

  Jón Óskar: Magga Dóra, enda yrði hún Þjóðleikhússtjóri. Voru þetta aðallega sápuóperur?

  Magga Dóra: Slík flokkunarfræði er ofar mínum skilningi. Vísa í frumheimild.

  Jón Óskar: Hún hefur komið fram 31 sinni í þáttaröðum. Við erum ekki að tala um neinn Steven Seagal.

  Auglýsing