JÓN INGI SKOÐAR ÞAKRENNUR

  Áhugafólk um þakrennur er besti facebookhópur veraldar,” segir Jón Ingi Gíslason formaður Kennarafélags Reykjavíkur frá Kjarnholtum í Biskupstungum.

  “Fyrst gekk ég í hann vegna frumleikans. Svo verður maður háður þakrennum. Lífið fer að snúast um þakrennur í meira mæli. Þegar aðrir fóru að telja bangsa datt ég á bólakaf í þakrennurnar. Hér er örlítið sýnishorn frá rennum dagsins:

  Bein þakrenna.
  Þakrenna með snúrurusli.
  Það er eitthvað dularfullt við þessa þarna uppi.
  Svartasta þakrenna sem ég hef séð.
  Þessi þakrenna er fegurðardrotting dagsins. Þvílík renna maður minn.
  Þessi er stílhrein.
  Þetta er kjálkaþakrenna á heimsklassa sagði mér sérfræðingur.
  Þetta er krútt.
  Þessar svörtu rennur eru ekkert að grínast sko…
  Svakalega flott þessi.
  Auglýsing