JÓLAGJÖFIN Í ÁR ROKSELST

    Fréttaritari í Kauptúni:

    Þetta verður jólagjöfin í ár segja margir Costco gleðipinnar sem ætla að fylkja liði og kaupa þetta undratæki enda vilja sem flestir fylgjast með. Tölurnar t.h. í gula reitnum sýna hita og raka inni, í bláa t.v. er útineminn þráðlausi sem hægt er að hafa hvar sem er t.d  úti í gróðurhúsi, miðjan sýnir loftþrýsting, ekki vitað með grænu línuna og sú gráa er klukka og dagsetning. Kostar minna en jólabók eða 3.770 krónur.

    Auglýsing