JÓKERINN OG HJARTADROTTNINGIN Í PÓKERSPILINU

    Davíð Oddsson er jókerinn og Jóhanna Sigurðardóttir hjartadrottningin í spilastokknum Polit-Poker 1993 sem framleiddur var í Þýskalandi. Myndir af mörgum helstu þjóðarleiðtogum þess tíma prýða mannspilin og Davíð þarf ekki að skammast sín fyrir að vera jóker því hinn jókerinn er Nelson Mandela.

    Spilastokkurinn var keyptur í Kolaportinu fyrir nokkrum árum og kostaði þá 100 krónur.

     

    Auglýsing