JÓJÓ SNÝR FRIÐARMERKINU Á HVOLF

“Friðarmerkið er á hvolfi og þess vegna hefur það aldrei virkað,” segir götulistamaðurinn JóJó sem hefur hannað og látið framleiða barmmkerki þar sem hann snýr friðarmerkinu á hvolf og fær þá út kærleikstré.

“Þarna sjáum við hvernig allt breytist þegar við er snúið. Hérna er fagnandi manneskja með von og þrá í brjósti,” segir JóJó en nálgast má merkið hjá listamanninum á gangstéttinni fyrir utan 10-11 í Austurstræti eða á Eiðistorgi á leið í Ríkið þar sem hann situr og syngur á sinn sérstaka hátt – eins og þegar Bruce Springsteen fékk lánaðan hjá honum gítarinn á Strikinu í Kaupmannahöfn og tók lagið sumarið ’88.

Auglýsing