JÓI FEL LOKAR Á SELFOSSI

    Bakarí Jóa Fel á Selfossi, áður Guðnabakarí, hefur verið lokað eftir 18 mánaða rekstur. Þetta fékkst staðfest á skrifstofu Jóa Fel í Holtagörðum en ekki náðist í Jóa sjálfan. Spurt hvort til stæði að loka fleiri bakaríum Jóa var svarið nei.

    Jói fel keypti Guðnabakarí á Selfossi og Kökuval á Hellu í árslok 2017 og var þá orðinn eigandi sjö bakaría með yfir 100 starfsmenn.

    Auglýsing