JÓHANNI VALLARSTJÓRA SAGT UPP

  Jóhann fv. vallarstjóri og Klara framkvæmdastjóri KSÍ.

  Jóhanni G. Kristinssyni vallarstjóra Laugardalsvallar hefur fyrirvaralaust verið sagt upp störfum eftir áratugastarf.

  “Ég tjái mig ekki um þetta en bendi á Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra KSÍ,” segir Jóhann og Klara segir:

  “Jóhann er einn af okkar elstu starfsmönnum og það er rétt, honum var sagt upp og starfar ekki lengur hér. Þetta er vegna skipulagsbreytinga.”

  Við vallarstjórn í Laugardalnum tekur Kristinn V. Jóhannsson en hann er sonur Jóhanns og hefur starfað við hlið föður síns við vallarstjórn um árabil.

  Auglýsing