Athugasemd frá sjónvarpsáhorfanda:
—
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttaþulur á RÚV fór að vanda mjúkum höndum um Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í viðtali í Kastljósi á mánudagskvöld.
Jóhanna Vigdís var hins vegar ekkert að upplýsa áhorfendur um að ráðherrann er yfirmaður systur Jóhönnu Vigdísar, en sú er Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri Sigurðar Inga.
Í siðareglum RÚV eru starfsmenn hvattir til að forðast aðstæður sem gætu vakið efasemdir um trúverðugleika þeirra eða fagleg vinnubrögð. Þeim ber að gæta þess að vina-, hagsmuna- og skyldleikatengsl hafi ekki áhrif á störf þess. Það að systir ráðuneytisstjóra taki viðtal við ráðherrann fellur klárlega þar undir. Engu máli skiptir hvort Jóhanna Vigdís þjarmaði að ráðherranum eða ekki (nei, hún þjarmaði ekki að honum), þessi fjölskyldutengsl útiloka hana í raun frá því að sinna svona verkefnum. Undarlegt er að hvorki hún né fréttastjóri RÚV kveiki ekki á þessu augljósa vanhæfi.