JÁTNINGAR ÖKUMANNS

  Það er ýmislegt sem sprettur upp úr hrjóstrugum jarðvegi rafrænna samfélagsmiðla og sumt alveg með ólíkindum:

  “Ég skrifa þetta inn með sorg í hjarta en finnst mikilvægt að koma þessu frá mér. Þannig er mál með vexti að ég var að keyra heim nú á dögunum eftir einum of marga og þegar ég nálgaðist einbýlishúsið mitt í Selásnum gerðist það óhapp að ég ók bifreið minni (svartur RAM 3500 42″(upphækkaður) twin turbo Disel 5.7L 560Hö) yfir kattargrey.

  Þar sem að ég var kominn vel í glas þá var dómgreindin mín í slakari kantinum og ég var ráðþrota þannig að ég tróð kettinum í hálftóma Bolakassann sem ég var með og henti honum út hjá Skalla (á ferð).

  Ég bið eiganda kattarinns innilegar afsökunar en sem sárabót þá getur hann nálgast köttinn og restina af Bolunum sem ég átti eftir fyrir utan Skalla og ég vona að það sé hægt að grafa stríðsöxina eftir þetta atvik.

  Takk fyrir mig.

   

  Aron Gauti.”

  Auglýsing